Steven Gerrard, fyrrum stjóri Rangers í Skotlandi, er opinn fyrir því að taka aftur við félaginu en þetta herma heimildir Sky Sports.
Í gær var greint frá því að Rangers væri að íhuga að fá Gerrard til að taka aftur við liðinu eftir að hafa rekið Russell Martin.
Gerrard stýrði Rangers til sigurs í skosku deildinni tímabilið 2020-2021 og vann til fjölda einstaklingsverðlauna, en eftir tímabilið tók hann við Aston Villa og síðar við Al Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Hann fékk sig lausan frá Al Ettifaq í janúar á þessu ári og segir Sky Sports hann hafa áhuga á því að fara í viðræður við Rangers.
Rangers er eitt stærsta félag Skotlands en verið í lægð. Það situr í 8. sæti deildarinnar með 8 stig, ellefu stigum frá toppnum þegar sjö umferðir eru búnar.
Athugasemdir