Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Lið Ísabellu Söru þarf kraftaverk til að komast áfram
Kvenaboltinn
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Ísabella Sara Tryggvadóttir spilaði með Rosengård sem tapaði fyrir portúgalska liðinu Sporting, 3-0, í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópubikarsins í kvöld.

Hlutverk Ísabellu hjá Rosengård hefur breyst frá síðustu leiktíð og spilar hún nokkuð stóra rullu í liðinu í dag.

Hún byrjaði inn á gegn Sporting í kvöld, en var tekin af velli í stöðunni 2-0 fyrir Sporting.

Portúgalska liðið bætti við þriðja markinu í uppbótartíma og þarf Rosengård nú kraftaverk til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í næstu viku.

Sænsku meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og berjast nú á hinum enda töflunnar. Það er með 18 stig í 12. sæti þegar fimm leikir eru eftir og möguleiki á falli raunverulegur og rúmlega það en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan um miðjan júní.
Athugasemdir