
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld og tapaði illa 1-3 fyrir þeim. Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Matthías Guðmundsson þjálfari Vals
„Svekktur auðvitað, hundleiðinlegt að tapa. Fannst slæmi kaflinn okkar frekar langur þess vegna fannst mér Stjarnan eiginlega eiga skilið sigurinn í dag.“
Lestu um leikinn: Valur 1 - 3 Stjarnan
„Nýta færin já, við erum líka að fá á okkur óheppnis mörk, leikmenn renna og mistök en auðvitað gerist það oft þannig að oft koma mörk útaf mistökum. Mér fannst þær einhvern vegin svona sundurspila okkur í fyrri hálfleik á köflum, komust einhvern veginn í gegnum miðju vallarins sem er ekki líkt okkur en þær gerðu það vel.“
„Það var mikil hreyfing á þeim án bolta og við lentum í einhverju talningarveseni þar eða vorum of langt frá mönnum. Mér fannst það skána í seinni hálfleik en það er rétt við fengum samt tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik en auðvitað fékk Stjarnan líka færi sem þær klúðruðu í seinni hálfleik.“
„Mér fannst liðið alveg vera að gefa allt í þetta, mér fannst þetta betri leikur heldur en í umferðinni á undan. Við vorum að skapa meira, vorum óheppin svolítið með mörkin, þau voru klaufaleg, við erum að fá of ódýr mörk á okkur.“
„Bara halda áfram ekki vera að telja niður dagana hvenær þetta er búið, bara njóta þess að spila. Það eru forréttindi að vera í þessari úrslitakeppni og liðin eru góð sem við erum að mæta. Þau eru að mæta okkur af hörku og vilja vinna okkur svo við þurfum að svara því á einhvern hátt.“
Það hafa verið miklar hreyfingar á þjálfurum og allavega þrír sem hafa sagt starfi sínu lausu, hvernig er málum háttað hjá Matthíasi?
„Ég stefni á það að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið.“
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan.