Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Pardew: Glasner mun fara ef Palace kemst í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Alan Pardew, fyrrum leikmaður og stjóri Crystal Palace, er nokkuð viss um að austurríski stjórinn Oliver Glasner muni yfirgefa félagið eftir þetta tímabil.

Pardews var gestur í þættinum Transfer Show þar sem hann ræddi ýmis málefni sem snúa að Palace.

Eitt þeirra var framtíð Glasner, sem gerði Palace að bikarmeistara á síðustu leiktíð.

Palace tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og verið í banastuði á þessari leiktíð, en Pardew segir að Glasner muni að öllum líkindum fara frá félaginu takist honum að koma því í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.

„Í augnablikinu búa margir stuðningsmenn Palace í grennd við mig, þannig ég er svolítið hikandi á að tala hreint út hvað þetta varðar, en mín tilfinning er sú að hann muni yfirgefa félagið.“

„Hann gerði frábæra hluti í Þýskalandi og hefur gert frábæra hluti með Palace. Félög munu fara á eftir honum og mig grunar að hann muni halda stöðu sinni virðulegri og hlutlausri, og skoða síðan framtíðina í sumar,“
sagði Pardew.

Pardew vildi ekki tala um líklegan áfangastað, en að hann væri nú kominn á það stig að hann muni geta valið úr nokkrum stórliðum.

„Hann er kominn í hæsta gæðaflokk,“ sagði Pardew.
Athugasemdir
banner
banner