Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 15:30
Kári Snorrason
Arsenal hugar að stækkun Emirates
The Emirates var vígður árið 2006.
The Emirates var vígður árið 2006.
Mynd: EPA

Arsenal hyggst stækka Emirates leikvanginn í náinni framtíð og ætla sér að fjölga sætum úr tæpum 61 þúsund sætum í yfir 70 þúsund, Telegraph greinir frá áformum félagsins.

Skyldi liðið fjölga sætunum í yfir 70 þúsund verður Emirates næst stærsti völlurinn í úrvalsdeildinni rétt á eftir Old Trafford sem tekur tæplega 75 þúsund manns í sæti. 


Ef ráðist verður í breytingarnar mun liðið leika á Wembley leikvanginum, rétt eins og grannar þeirra í Tottenham gerðu um árið er þeir stóðu í framkvæmdum á sínum nýja velli. 

Emirates var vígður árið 2006, þar áður lék liðið á Highbury en forsendur stækkunarinnar er aukinn gróði á leikdegi.

Arsenal hefur ekki tjáð sig um málið en Telegraph, sem greinir frá fyrirhuguðum áformum liðsins, segir þó öruggar heimildir liggja að baki.


Athugasemdir