Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mán 06. október 2025 22:26
Snæbjört Pálsdóttir
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan gerði góða ferð á Hlíðarenda í kvöld og fór með 1-3 sigur  af hólmi gegn Val. Aðpurður um fyrstu viðbrögð svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar

„Bara gleði, ég er virkilega ánægður með spilamennskuna og framlagið hjá leikmönnum. Við vorum að vinna hratt, hlaupa vel, héldum vel í boltann, létum hann ganga og gerðum þetta bara skipulega og agað.“


Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Stjarnan

„Við endum þetta 18 leikja mót vel, við vinnum FHL, Fram, Þór/KA og komum kannski bara með svolítið rétt hugarfar og jákvæða reynslu þegar úrslitakeppnin byrjar."

„það þarf að motivera sig, það er október og kannski ekki eins mikið undir þegar þú getur ekki unnið titilinn en okkur hefur bara tekist vel að gíra okkur virkilega vel í það að spila góðan fótbolta."

„Við viljum halda í boltann, láta hann ganga, taka svolitla sénsa og vera hugrakkar í sendinga vali og það er held ég að skila sér. Maður sá það bara í dag, það var mikil gleði í því sem við vorum að gera og mikill kraftur og það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta.“

Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Þrótti sem situr í 3. sætinu

„Þróttur er frábært lið og við erum búnar að vinna einu sinni og tapa einu sinni, þannig það er kannski oddaleikur sem að verður bara hörkugaman að fara í.“

Það hafa verið miklar hreyfingar á þjálfurum og allavega þrír sem hafa sagt starfi sínu lausu, hvernig er málum háttað hjá Jóhannesi?

„Ég er með samning út næsta tímabil, þannig það er ósköp lítið að frétta þar og það er bara eitthvað sem að já er í vinnslu.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner