Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 06. október 2025 22:26
Snæbjört Pálsdóttir
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan gerði góða ferð á Hlíðarenda í kvöld og fór með 1-3 sigur  af hólmi gegn Val. Aðpurður um fyrstu viðbrögð svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar

„Bara gleði, ég er virkilega ánægður með spilamennskuna og framlagið hjá leikmönnum. Við vorum að vinna hratt, hlaupa vel, héldum vel í boltann, létum hann ganga og gerðum þetta bara skipulega og agað.“


Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Stjarnan

„Við endum þetta 18 leikja mót vel, við vinnum FHL, Fram, Þór/KA og komum kannski bara með svolítið rétt hugarfar og jákvæða reynslu þegar úrslitakeppnin byrjar."

„það þarf að motivera sig, það er október og kannski ekki eins mikið undir þegar þú getur ekki unnið titilinn en okkur hefur bara tekist vel að gíra okkur virkilega vel í það að spila góðan fótbolta."

„Við viljum halda í boltann, láta hann ganga, taka svolitla sénsa og vera hugrakkar í sendinga vali og það er held ég að skila sér. Maður sá það bara í dag, það var mikil gleði í því sem við vorum að gera og mikill kraftur og það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta.“

Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Þrótti sem situr í 3. sætinu

„Þróttur er frábært lið og við erum búnar að vinna einu sinni og tapa einu sinni, þannig það er kannski oddaleikur sem að verður bara hörkugaman að fara í.“

Það hafa verið miklar hreyfingar á þjálfurum og allavega þrír sem hafa sagt starfi sínu lausu, hvernig er málum háttað hjá Jóhannesi?

„Ég er með samning út næsta tímabil, þannig það er ósköp lítið að frétta þar og það er bara eitthvað sem að já er í vinnslu.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner