Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland á bara eftir að skora á Anfield
Mynd: EPA
Erling Haaland hefur verið frábær á tímabilinu en hann skoraði eina mark Man City í sigri gegn Brentford um helgina.

Hann hefur skorað níu mörk í fyrstu sjö leikjum deildarinnar. Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, er næst markahæstur með sex mörk.

Þetta var fyrsta mark hans á Gtech Community Stadium, heimavelli Brentford, í deildinni. Hann hefur skorað á 22 af 23 völlum sem hann hefur spilað á.

Hann á aðeins eftir að skora gegn Liverpool á Anfield en hann hefur mætt liðinu þrisvar í úrvalsdeildinni. Haaland fær tækifæri til að bæta Anfield á listann þegar liðin mætast í byrjun febrúar.
Athugasemdir
banner