Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 13:00
Kári Snorrason
Ráðist á fyrrum leikmann West Ham sem var á leið í landsliðsverkefni
Nayef Aguerd.
Nayef Aguerd.
Mynd: EPA

Ráðist var á Nayef Aguerd, fyrrum varnarmann West Ham og núverandi leikmann Marseille, á flugvelli í Frakklandi er hann var á leið í landsliðsverkefni með Marokkó. 

Árásarmaðurinn bað Aguerd upphaflega um mynd með honum áður en hann gerði atlögu að slá hann. Varnarmaðurinn hefur tjáð sig á Instagram um atvikið og tjáði fylgjendum sínum að hann hafi ekki meiðst.


„Ég vil fullvissa alla sem hafa séð fregnir að því að ég hafi orðið fyrir árás á flugvellinum í Marignane, að það sé staðan í raun. Atvikið gerðist á meðan ég beið eftir fluginu til að hitta marokkóska landsliðið. 

Sem betur fer var þetta meira óhugnaður en annað og málið leystist fljótt þökk sé skjótum viðbrögðum öryggisvarða og lögreglu,“ segir í færslu Aguerd. 

Aguerd lék alls 61 leik með West Ham frá árinu 2022 til 2025 og vann hann þar á meðal Sambandsdeildina með liðinu. Hann gekk til liðs við Marseille í sumar eftir að hafa verið að láni hjá Real Sociedad í fyrra.


Athugasemdir
banner