Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 15:17
Elvar Geir Magnússon
Ekkert lát á músafaraldrinum á Old Trafford
Mynd: X
Stuðningsmaður Sunderland fann mús á Old Trafford þegar Manchester United og Sunderland áttust við um helgina. Mynd birtist á samfélagsmiðlum þar sem búið var að veiða músina í plastglas.

Músagangur hefur verið vandamál á þessum gamla sögufræga leikvangi og einnig lekur þakið eins og mikið hefur verið fjallað um.

Heilbrigðisyfirvöld gáfu Old Trafford aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum í hreinlætiseinkunn um áramótin.

Eigendur Manchester United vilja ekki eyða háum fjárhæðum í að laga þakið og aðra hluti á leikvangnum þar sem áætlanir eru um að rífa hann og byggja nýjan glæsilegan leikvang.
Athugasemdir
banner
banner
banner