Mlada Krila er lítið serbneskt félag með stórt hjarta. Tveir leikmenn í liðinu spiluðu á sínum tíma á Íslandi og Fótbolti.net fékk veður að því að góðhjartaðir Íslendingar hefðu stutt við félagið með fjármagni og búnaði.
Liðið er í toppbaráttu í sjöttu efstu deild í Serbíu og á leikjum liðsins, til þess að sýna þakklæti, má sjá íslenska fánann.
Fyrir félagið snýst þetta um meira en fótbolta - þetta er vinasamband milli fólks og landa. Félagið hafði samband við Fótbolta.net og vildi segja frá því hversu mikla þýðingu Íslendingar hefðu fyrir félagið.
Liðið er í toppbaráttu í sjöttu efstu deild í Serbíu og á leikjum liðsins, til þess að sýna þakklæti, má sjá íslenska fánann.
Fyrir félagið snýst þetta um meira en fótbolta - þetta er vinasamband milli fólks og landa. Félagið hafði samband við Fótbolta.net og vildi segja frá því hversu mikla þýðingu Íslendingar hefðu fyrir félagið.
„Við vildum deila okkar sögu og kynna eins marga og mögulegt er fyrir félaginu okkar sem er í litlum bæ í Serbíu, félag sem elskar og virðir Ísland og Íslendinga."
Milos Janicijevic og Uros Mladenovic léku á sínum tíma með Snæfelli og Milos tók svo skrefið til Víkings Ólafsvíkur. Þeir voru á Íslandi á árunum 2018-21 og 2018-23. „Þeir voru í nokkur ár á Íslandi, bjuggu, voru að vinna og spiluðu með Snæfelli. Á þeim tíma þá voru þeir stoltir fulltrúar okkar félags og sögðu fólki sem þeir bjuggu og unnu með okkar sögu."

„Við erum í sjöttu efstu deild, erum áhugamannafélag og allir sem koma að félaginu gera það í sjálfboðastarfi. Félagið getur rekið sig vegna stuðningsmanna og áhugamanna, sem koma með það fjármagn inn sem þeir vilja og geta."
„Markmiðið er alls ekki að biðja um neitt frá Íslendingum, við vildum bara segja frá því hversu mikla þýðingu Íslendingar hafa í okkar augum. Við fengum stuðning frá fólki sem varð náið leikmönnum í okkar liði. Við viljum ekki nefna neina sérstaka sem hafa stutt okkur, en sú hjálp hefur reynst okkur virkilega dýrmæt," segir Petar Bojkovic við Fótbolta.net.
Athugasemdir