Reece James, leikmaður Chelsea, þurfti að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigrinum gegn Liverpool um helgina.
Meiðslin eru talin minniháttar en hann hefði ekki getað tekið þátt í leikjum Englands í komandi landsleikjaglugga. England mætir Wales á Wembley í æfingaleik 9. október og Lettlandi ytra 14. október í undankeppni HM.
Meiðslin eru talin minniháttar en hann hefði ekki getað tekið þátt í leikjum Englands í komandi landsleikjaglugga. England mætir Wales á Wembley í æfingaleik 9. október og Lettlandi ytra 14. október í undankeppni HM.
Enska læknateymið tók ákvörðun um að það væri best að hann myndi snúa aftur í herbúðir Chelsea. Nico O'Reilly varnarmaður Manchester City var kallaður upp í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn í hans stað.
James hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á ferlinum en hann hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir