Jarell Quansah, miðvörður Leverkusen, er í enska landsliðshópnum sem mætir Wales í vináttulandsleik 9. október og heimsækir svo Lettland í undankeppni HM þann 14. október.
Quansah gekk til liðs við Leverkusen frá Liverpool síðasta sumar en hann náði ekki að sanna sig fyrir Arne Slot.
Quansah gekk til liðs við Leverkusen frá Liverpool síðasta sumar en hann náði ekki að sanna sig fyrir Arne Slot.
„Maður þarf að spila leiki til að bæta sig sem ungur miðvörður. Ég lærði af bestu leikmönnunum hjá Liverpool, það hefur verið gott fyrir ferilinn, ég get ekki vanmetið það," sagði Qunasah.
„Ég er 22 ára að verða 23 ára og þarf hundruði leikja til að komast þangað sem ég vil vera. Það er aðal ástæðan fyrir því að ég taldi að það væri best fyrir mig að fara erlendis."
Liverpool hefur verið í vandræðum á tímabilinu en liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum.
„Ég er ekki hluti af Liverpool lengur, ég er ekki á bakvið tjöldin. Það sem ég veit er að þetta var ótrúlegt lið í fyrra og það breytist ekki á nokkrum mánuðum," sagði Quansah.
„Ég vildi fá spiltíma og það er ekki hægt að lofa því hjá liði eins og Liverpool þar sem heimsklassa leikmenn eru út um allan völl. Ég vildi fara á stað þar sem ég gæti gert mistök og bætt mig og ég er ánægður að geta sýnt það núna."
Athugasemdir