Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane tilbúinn að fara í viðræður við Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Harry Kane er opinn fyrir því að ræða við Bayern um nýjan samning. Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu í úrvalsdeildina en hann er ekki viss um að hann muni snúa aftur.

Kane gekk til liðs við Bayern frá Tottenham árið 2023 og skrifaði undir samning sem rennur út árið 2027. Hann hefur verið stórkostlegur hjá Bayern en hann hefur skorað 103 mörk í 106 leikjum. Hann hefur skorað 18 mörk í 10 leikjum á yfirstandandi tímabili.

„Ég sé fyrir mér að ég verði lengur hérna. Ég talaði um það fyrir nokkrum vikum að ég væri ekki búinn að ræða við Bayern um nýjan samning en ef viðræður fara í gang er ég tilbúinn að eiga heiðarlegt samtal," sagði Kane.

„Það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig árið fer og hvað við afrekum saman. Við erum á frábærum stað og ég hugsa ekki um neitt annað."

„Ég veit ekki með úrvalsdeildina. Ef þú hefðir spurt mig þegar ég fór til Bayern hefði ég sagt að ég myndi klárlega snúa aftur. Áhuginn hefur minnkað eftir tvö ár hérrna en ég myndi aldrei segja aldrei," sagði Kane að lokum.

Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segir að hann vilji sjá Kane aftur í úrvalsdeildinni. Kane þarf að skora 48 mörk til að bæta markamet Alan Shearer í úrvalsdeildinni sem er 260 mörk.
Athugasemdir