Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk kallið rétt fyrir leik og var frábær
Stefán Þór Ágústsson hefur spilað tíu leiki í marki Vals i sumar.
Stefán Þór Ágústsson hefur spilað tíu leiki í marki Vals i sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Þór Ágústsson sneri aftur í mark Valsmanna gegn Stjörnunni eftir að hafa setið á bekknum leikina á undan. Ögmundur Kristinsson hafði varið mark Vals í leikjunum á undan, þjálfarinn setti sitt traust á hann í stórum leikjum.

Ögmundur meiddist í upphitun og Stefán fékk kallið í byrjunarliðið rétt fyrir leik. Stefán átti góðan leik og fékk hrós í Innkastinu þar sem umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

„Mig langar að nefna einn leikmann sérstaklega, Stefán markmann. Ömmi meiðist í upphitun, átti að byrja. Ég efast um að Valur hefði unnið þennan leik ef Stebbi hefði ekki verið í markinu, mér fannst hann frábær, hugrakkur, varði nokkrum sinnum vel og hann er einn af tveimur bestu spyrnumarkmönnum deildarinnar."

„Hann nýtir tækifærin og eins og ég sagði í síðasta þætti þá finnst mér ekkert réttlæta það að hann hafi ekki verið í liðinu í upphafi úrslitakeppninnar,"
sagði fyrrum markmaðurinn og markmannsþjálfarinn Valur Gunnarsson.

„Það kom á óvart því hann stóð sig vel áður en Frederik (Schram) kom, gerði engin mistök. Svo færðu bara Frederik sem verður stórkostlegur. En auðvitað var Ögmundur fenginn inn sem aðalmarkmaður á sínum tíma og hann greinilega orðinn klár og valinn í markið. Stefán gerði gerði frábærlega, gerði mikið fyrir Val í leiknum," sagði Valsarinn Bjössi Hreiðars, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, í þættinum.
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Athugasemdir
banner
banner