Enski landsliðsvarnarmaðurinn John Stones lék aðeins ellefu úrvalsdeildarleiki fyrir Manchester City á síðasta tímabili. Meiðslavandræðin lögðust þungt á hann og um tíma íhugaði þessi 31 árs leikmaður að leggja skóna á hilluna.
„Síðasta tímabil var mér erfitt og það kom tímapunktur þar sem ég hugsaði út í það að segja þetta gott. Það var erfitt að leggja allt á sig til að geta spilað en náði ekki að stjórna sig. Það voru miklar tilfinningar," segir Stones.
„Ég hugsaði ekki rökrétt. Innst inni held ég að ég hefði aldrei hætt. Ég sagði við sjálfan mig að ég hef alltaf verið einstaklingur sem held áfram að berjast. Af hverju að hætta því núna?"
Stones hefur byrjað fimm leiki með City á þessu tímabili en Ruben Dias og Josko Gvardiol eru þó á undan honum í röðinni hjá Pep Guardiola. Stones er í enska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Wales og Lettlandi í þessum glugga.
„Það er erfitt að koma ást minni fyrir enska landsliðinu í orð. Nokkrar af mínum bestu stundum á ferlinum hafa komið með Englandi og ég elska að spila fyrir þjóð mína," segir Stones.
Athugasemdir