Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári mun ræða framtíðina við reynsluboltana
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed missti af fyrri hluta tímabilsins eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári. Hann sneri til baka í sumar en hefur ekki verið í stóru hlutverki. Það er mikil breidd hjá Víkingum og El Salvadorinn hefur þurft að sætta sig við að vera utan hóps í nokkrum leikjum.

Pablo er 35 ára miðjumaður sem var að klára sitt fimmta tímabil í Víkinni eftir komuna frá KR. Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag með sigri á FH, þriðja titilinn frá því að Pablo kom til félagsins.

Í gær ræddi Fótbolti.net við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, og var hann spurður út í þá Pablo og Matthías Vilhjálmsson sem báðir eru að verða samningslausir.

„Ég og Pablo munum tala um framtíð hans hjá Víkingi á næstu dögum, ræðum það í rólegheitum" sagði Kári í gær.

Matti Villa opinberaði sjálfur að hann væri að íhuga sína framtíð, viltu sjá hann taka eitt ár í viðbót?

„Við ræðum það bara okkar á milli," sagði Kári.

Matthías, sem er 38 ára, var á sínu þriðja tímabili með Víkingi eftir komu frá FH og varð á sunnudag Íslandsmeistari með Víkingi í annað sinn. Hann hefur spilað öllu meira en Pablo á tímabilinu en þó misst út leiki vegna meiðsla.
Athugasemdir