Alan Pardew, fyrrum stjóri Crystal Palace, útskýrði í þættinum Transfer Show af hverju félagið ákvað að halda Marc Guehi áfram hjá félaginu.
Palace hætti við að selja Guehi til Liverpool undir lok sumargluggans eftir að hafa samþykkt tilboð frá Englandsmeisturunum.
Talað var um það í enskum miðlum að Oliver Glasner, stjóri Palace, hafi hótað því að hætta ef Guehi yrði seldur en hann hefur sjálfur neitað þeim sögusögnum.
Pardew segir að það hafi aldrei komið til þess, en að Palace hafi vissulega verið hrætt við hvernig Glasner hefði tekið því að missa fyrirliðann á lokadegi gluggans.
„Það var ákveðin pressa á Steve Parish (stjórnarformanni Palace) frá bandarísku eigendunum að fá þennan pening fyrir hann.“
„Steve, með sinn fótboltaheila, vissi að stjórinn yrði vandamál og að Marc myndi líklega halda áfram að spila á sama getustigi, og því taldi hann þetta bestu ákvörðunina. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin.“
„Hann hefði aldrei hætt. Málið er að þú ert með stjóra, sem er langt fyrir ofan þetta getustig. Hann er að gera frábæra hluti og er í valdamikilli stöðu.“
„Viltu drepa hvatningu hans með því að selja fyrirliðann þegar þú gætir alveg eins haldið honum? Þannig þetta snýst ekki um það að Oliver hefði sagt: „Ég er farinn“.“
„Þetta snýst um hversu valdamikill hann er orðinn og að selja Guehi hefði verið þungt högg. Það er akkúrat svona ákvarðanir sem myndu fá Glasner til að láta öllum illum látum,“ sagði Pardew.
Athugasemdir