Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   þri 07. október 2025 16:20
Kári Snorrason
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Eimskip
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Andri Fannar á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Andri Fannar Baldursson er í landsliðshóp Íslands sem mætir Úkraínu og Frakklandi í undankeppni HM. Andri á tíu landsleiki að baki en hann lék síðast með liðinu í vináttuleik gegn Hondúras í janúar í fyrra. Fótbolti.net ræddi við Andra á hóteli landsliðsins fyrr í dag. 


„Það er geggjuð tilfinning (að vera kominn aftur í landsliðið), ég er ógeðslega glaður og mér líður vel.“ 

„Auðvitað var ég líka að spila stórt hlutverk í U21 árs landsliðinu, var fyrirliði þar og það var skemmtilegt verkefni. En auðvitað er alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu og vera partur af því.“ 

Ánægjulegt símtal við Arnar Gunnlaugsson þegar hann lét þig vita að þú værir í hópnum?

„Klárlega, það var mjög góð tilfinning. Það er búið að ganga vel hjá mér í Tyrklandi og mér líður vel í líkamanum.“ 

Hvernig líst þér á komandi tvo leiki?

„Mjög vel, það er klárlega tækifæri að ná í góð úrslit hérna. Liðið er á góðu skriði og okkur líður vel. Það er mikið sjálfstraust í hópnum, þannig við stefnum á að ná í góð úrslit í báðum leikjunum.“

Það er uppselt á báða leikina.

„Það er geggjað að fá þjóðina aftur á bakvið landsliðið og styðja okkkur svona vel og mæta á völlinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli, gefur okkur þetta auka sem við getum nýtt okkur til að eiga vinna þjóðir eins og Úkraínu og jafnvel Frakkland.“  


Athugasemdir
banner
banner
banner