West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 08:35
Elvar Geir Magnússon
Bundesligudómari á Laugardalsvelli - Ísland vann þegar hann dæmdi í fyrra
Eimskip
Sven Jablonski og Stefán Teitur fara yfir málin í Svartfjallalandi.
Sven Jablonski og Stefán Teitur fara yfir málin í Svartfjallalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sven Jablonski, dómari úr þýsku Bundesligunni, mun dæma leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

Jablonski var með flautuna þegar Ísland sigraði Svartfjallaland á útivelli 2-0 í Þjóðadeildinni í fyrra en Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörkin.

Jablonski er einn fremsti dómari Þýskalands og fékk til dæmis það verkefni að dæma leik Dortmund og Bayern München á síðasta tímabili. Hann starfar sem bankagjaldkeri auk dómgæslunnar.

Hann verður með sömu aðstoðardómara með sér og í Svartfjallalandi; Lasse Koslowski og Eduard Beitinger. Fjórði dómari verður svo Florian Badstübner og Benjamin Brand verður VAR dómari.

Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn og svo Frakklandi næsta mánudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.

Athugasemdir
banner