Nick Woltemade, leikmaður Newcastle, skoraði á sunnudag mark úr vítaspyrnu til að innsigla sigur liðsins gegn Nottingham Forest. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Woltemade skoraði af fádæma öryggi.
Þýski framherjinn þrumaði boltanum upp í vinstra markhornið og ólíklegt verður að teljast að Mats Sals hefði varið skotið þó að hann hefði hreinlega staðið í horninu og beðið eftir því. Belginn horfði á eftir boltanum í markið og hreyfði hvorki legg né lið.
Þýski framherjinn þrumaði boltanum upp í vinstra markhornið og ólíklegt verður að teljast að Mats Sals hefði varið skotið þó að hann hefði hreinlega staðið í horninu og beðið eftir því. Belginn horfði á eftir boltanum í markið og hreyfði hvorki legg né lið.
Woltemade er 23 ára framherji sem kom til Newcastle frá Stuttgart í sumar. Markið var hans fjórða í sjö leikjum fyrir enska félagið.
Hann var valinn í landsliðsverkefni með Þjóðverjum en var ekki kominn til móts við hópinn í gær vegna veikinda.
Ridiculous penalty yesterday from Woltemade???? pic.twitter.com/3KwhRcW7M0
— No Context Prem (@NoContextEPL) October 6, 2025
I'm telling you. Woltemade is just so unique man. What a player. https://t.co/wU9f4yGS4S pic.twitter.com/RN2IOsDRnT
— Chrismy is a bit tired. (@LikeChrisss) October 5, 2025
Athugasemdir