Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Byrjar heimsmeistaramótið í leikbanni
Nicolas Otamendi í leik með Argentínu gegn Íslandi á HM 2018
Nicolas Otamendi í leik með Argentínu gegn Íslandi á HM 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínski miðvörðurinn Nicolas Otamendi verður í leikbanni í fyrsta leik Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Otamendi fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik Argentínumanna í undankeppni mótsins og hefur varaforseti argentínska fótboltasambandsins að bannið mun fylgja honum á sjálft mótið.

Varnarmaðurinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið, en samkvæmt erlendum miðlum stóð til að dæma hann í lengra bann og slapp hann því ágætlega.

Otamendi er 37 ára gamall og var gríðarlega mikilvægur er Argentína vann HM í Katar árið 2022.

Hann lék allar mínúturnar í leikjunum sjö og völdu margir erlendir miðlar hann í lið mótsins.

Þá er hann fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu argentínska landsliðsins með 128 leiki en aðeins Lionel Messi, Javier Mascherano, Javier Zanetti og Angel Di María eiga fleiri leiki en hann.
Athugasemdir
banner