Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Stórt tap hjá Glódísi - Evrópumeistararnir lágu fyrir Lyon
Kvenaboltinn
Glódís Perla spilaði hálftíma í tapinu gegn Börsungum
Glódís Perla spilaði hálftíma í tapinu gegn Börsungum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Barcelona skoraði sjö
Barcelona skoraði sjö
Mynd: EPA
Evrópumeistararnir töpuðu fyrsta leik
Evrópumeistararnir töpuðu fyrsta leik
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spilaði hálftíma er Bayern München steinlá fyrir Barcelona, 7-1, í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Tímabilið hefur byrjað brösuglega hjá Glódísi sem missti af mörgum leikjum vegna meiðsla, en hún er öll að koma til og hefur þjálfarateymi Bayern verið að stýra álaginu síðan hún kom til baka.

Staðan var 5-1 fyrir Barcelona þegar Glódís kom inn af bekknum, en Alexia Putellas skoraði stórbrotið mark á 4. mínútu með skoti í samskeytin fjær og þá skoraði Ewa Pajor tvö. Esmee Brugts og Salma Paralluelo komust einnig á blað.

Claudia Pina, sem hefur verið sjóðandi heit í byrjun leiktíðar, tvö mörk á lokamínútunum. Slæm byrjun hjá Bayern sem mætti ofjörlum sínum í kvöld, en næsti leikur Bayern er gegn Juventus eftir viku.

Evrópumeistarar Arsenal töpuðu fyrir Lyon, 2-1, í Lundúnum,

Arsenal varð Evrópumeistari í annað sinn í sögunni á síðasta tímabili er það vann frækinn sigur á Barcelona, en í kvöld spilaði það gegn sigursælasta liði keppninnar.

Alessia Russo kom Arsenal yfir á 7. mínútu en Lyon svaraði með tveimur mörkum frá Melchie Dumornay á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleiknum.

Paris FC og Leuven gerðu þá 2-2 jafntefli í París. Heimakonur fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn en glutruðu henni niður í þeim síðari.

Juventus lagði þá Benfica að velli, 2-1, á Ítalíu. Gestirnir í Benfica tóku forystuna snemma leiks áður en Cecilia Salvai jafnaði metin á 22. mínútu.

Fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði varnarmaðurinn Salvai annað mark sitt og sigurmark leiksins eftir hornspyrnu.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 7 - 1 Bayern
1-0 Alexia Putellas ('4 )
2-0 Ewa Pajor ('12 )
3-0 Esmee Brugts ('27 )
3-1 Klara Buhl ('32 )
4-1 Salma Paralluelo ('45 )
5-1 Ewa Pajor ('56 )
6-1 Claudia Pina ('88 )
7-1 Claudia Pina ('90 )

Arsenal 1 - 2 Lyon
1-0 Alessia Russo ('7 )
1-1 Melchie Dumornay ('18 )
1-2 Melchie Dumornay ('23 )

Paris FC 2 - 2 Leuven
1-0 Daphne Corboz ('3 )
2-0 Clara Mateo ('23 )
2-1 Kim Everaerts ('47 )
2-2 Sara Pusztai ('62 )

Juventus 2 - 1 Benfica
0-1 Lucia Alves ('6 )
1-1 Cecilia Salvai ('22 )
2-1 Cecilia Salvai ('86 )
Athugasemdir