Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern spyr um Vlahovic - Man Utd og Chelsea hafa áhuga
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport segir frá því að Þýskalandsmeistarar Bayern München hafi spurt Juventus út í serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic fyrir janúargluggann.

Ensku félögin Chelsea og Manchester United hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga.

Samningur hans rennur út sumarið 2026 og Juventus er tilbúið að hlusta á tilboð í hann.

Vlahovic er markahæsti leikmaður Juventus á tímabilinu með fjögur mörk í átta leikjum.
Athugasemdir
banner