
Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks mæta Spartak Subotica í forkeppni Evrópubikarsins klukkan 18:00 á Kópavogsvelli í kvöld, en þetta er fyrri leikurinn í rimmunni.
Fyrir fáeinum dögum tryggðu Blikar sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir að hafa unnið bikarinn í ágúst.
Blikar eiga nú möguleika á að komast í 16-liða úrslit Evrópubikarsins, en til þess þarf liðið að leggja Spartak Subotica að velli í tveggja leikja rimmu.
Spartak leikur í serbnesku deildinni og hefur þrettán sinnum unnið deildina og tekið bikarinn tíu sinnum. Það hefur náð þokkalegum árangri í Evrópu síðustu ár.
Þetta verður í annað sinn sem liðin eigast við en þau mættust einmitt í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2016 og gerðu þá 1-1 jafntefli.
Leikur dagsins:
Evrópubikar kvenna
18:00 Breiðablik-Spartak Subotica (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir