Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Semenyo orðaður við Liverpool
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool gætu skráð sig í baráttuna um Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, næsta sumar. TeamTalk greinir frá.

Semenyo er einn heitasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og stórlið hafið undirbúningsvinnu í því að landa honum.

Vængmaðurinn ræddi við Manchester United og Tottenham í sumar, en valdi það að vera áfram hjá Bournemouth. Semenyo, sem er 25 ára gamall, skrifaði undir nýjan langtímasamning við úrvalsdeildarfélagið.

Man Utd og Tottenham hafa enn áhuga á að fá hann, en Liverpool er nú komið í baráttuna.

Richard Hughes er yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, en hann kom til félagsins frá Bournemouth. Hann er maðurinn sem fékk Semenyo frá Bristol City árið 2023 og er sagður mikill aðdáandi leikmannsins.

Talið er að Semenyo sé falur fyrir um það bil 75 milljónir punda næsta sumar.

Spænski miðillinn Fichajes segir Chelsea einnig áhugasamt og er fullyrt að félagið sé reiðubúið að ganga að verðmiða ganverska landsliðsmannsins.
Athugasemdir
banner
banner