Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Gæti þurft að fara frá Palace til að upplifa drauminn - „Eðlilegt að vilja ná þeim áfanga“
Framtíð Mateta veltur líklega á því hvort Palace komist í Meistaradeildina
Framtíð Mateta veltur líklega á því hvort Palace komist í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta er með háleit markmið og nú sérstaklega eftir að hafa verið valinn í franska landsliðið í fyrsta sinn, en möguleiki er á því að hann fari frá Crystal Palace takist liðinu ekki að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Mateta er einn öflugasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar og skorað 30 deildarmörk yfir síðustu þrjú tímabil.

Frammistaða hans með Palace skilaði honum sæti í Ólympíulið Frakka sem komust í úrslitaleikinn á síðasta ári og þá var hann valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn í þessum mánuði.

Framherjinn er 28 ára gamall og er enn með stóra drauma sem hann er ekki hættur að eltast við.

„Það er eðlilegt. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja ná því afreki og sérstaklega þegar þú kemur til móts við landsliðið. Þar eru aðeins leikmenn sem spila í Meistaradeild Evrópu og sem vinna stærstu titlana. Þegar þú spilar með bestu leikmönnum heims er eðlilegt að vilja ná þeim áfanga,“ sagði Mateta er hann var spurður út í það hvort hann væri til í að taka skrefið í elítuklúbb.

Framtíð Mateta veltur því líklega á því hvort Palace komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð en liðið lítur mjög vel út í byrjun tímabils. Það er með 12 stig í 6. sæti og aðeins tapað einum leik.
Athugasemdir
banner
banner