Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Lockyer til í að snúa aftur í boltann eftir hjartastoppið
Tom Lockyer.
Tom Lockyer.
Mynd: EPA
Velski fótboltamaðurinn Tom Lockyer segist tilbúinn að snúa aftur í fótboltann en hann hefur verið lengi frá eftir að hafa farið í hjartastopp.

Þessi þrítugi leikmaður fór í hjartastopp í leik með Luton Town gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þann 16. desember 2023 og hefur ekki spilað síðan. Sjö mánuðum áður hafði hann misst meðvitund í úrslitaleik umspilsins í Championship.

Hann þurfti svo að fara í aðgerðir á ökkla svo hann hefur því verið lengi frá.

„Þetta hefur verið langur vegur. En það gleður mig að segja frá því að ég er kominn með grænt ljós á að spila aftur. Ég hef unnið að þessu alveg síðan ég fór í hjartastoppið. Allt lítur vel út og ég er rosalega glaður," segir Lockyer.

Lockyer er án félags en samningur hans við Luton rann út síðasta sumar. Luton hefur fallið niður um tvær deildir á tveimur árum og er í C-deildinni.
Athugasemdir
banner