Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 12:57
Elvar Geir Magnússon
Verðlaunaður með launahækkun
Mynd: EPA
Arsenal hefur verðlaunað David Raya með nýjum endurbættum samningi en spænski markvörðurinn er einn af lykilmönnum Mikel Arteta.

BBC segir að Raya fái launahækkun, samkomulag hafi náðst í sumar en ekki tilkynnt um samninginn af félaginu fyrr en nú.

Rata fékk gullhanska ensku úrvalsdeildarinnar fyrir tímabilið 2023/24 og svo aftur á því síðasta, hann deildi þá verðlaununum með Mats Sels hjá Nottingham Forest.

Raya er áfram samningsbundinn til 2028 en það eru ákvæði um að framlengja samninginn.

Líkt og Raya þá fékk Leandro Trossard nýjan samning í sumar án þess að samningslengdin hafi breyst.
Athugasemdir
banner
banner