
Þórður Þórðarson sagði upp störfum hjá KSÍ í ágúst en hann var þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, og hafði verið mörg ár í starfi hjá KSÍ.
Í Uppbótartímanum var sagt frá því að fjórir aðilar hefðu rætt við KSÍ um að taka mögulega við U19 liðinu.
Í Uppbótartímanum var sagt frá því að fjórir aðilar hefðu rætt við KSÍ um að taka mögulega við U19 liðinu.
Það væru þau Halldór Jón Sigurðsson (Donni), Eiður Ben Eiríksson, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Donni hefur náð mjög góðum árangri með Tindastól og gerði áður Þór/KA að Íslandsmeisturum. Hann er einnig orðaður við þjálfarastarfið hjá Þrótti og Breiðabliki og ræddi við Kristianstad áður en Nik Chamberlain var ráðinn til félagsins.
Eiður Ben er í þjálfarateymi Breiðabliks og hefur einnig verið orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Þór á Akureyri. Hann var áður í þjálfarateymi kvennaliðs Vals og myndaði öflugt teymi með Pétri Péturssyni.
Guðrún Jóna var þjálfari Keflavíkur á liðinni leiktíð og var áður hjá Haukum, Þrótti, FH og KR.
Siggi Raggi þjálfaði síðast Keflavík sumarið 2023 en var áður þjálfari ÍBV og auðvitað kvennalandsliðsins. Þá starfaði hann um tíma sem þjálfari kínverska kvennalandsliðsins.
Athugasemdir