
Framundan eru landsleikir en slúðrið tekur sér aldrei frí. Tveir leikmenn vilja yfirgefa Manchester United, Disasi er enn úti í kuldanum hjá Chelsea og Leeds vill styrkja sig.
Joshua Zirkzee (24) telur nauðsynlegt að yfirgefa Manchester United í janúar til að eiga möguleika á að vera í hollenska landsliðshópnum fyrir HM næsta sumar. (Mail)
West Ham hefur áhuga á Zirkzee en nýr stjóri félagsins, Nuno Espirito Santo, vill styrkja sóknarmöguleika sína. (Football Insider)
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) vill einnig yfirgefa Old Trafford í janúar og Napoli gæti verið mögulegur áfangastaður. (Mirror)
Harry Maguire (32) vill halda áfram hjá Manchester United en þyrfti að taka á sig launalækkun til að vera áfram á næsta tímabili. (TalkSport)
Enzo Maresca stjóri Chelsea mun ekki kalla franska varnarmanninn Axel Disasi (27) aftur í leikmannahóp sinn þrátt fyrir meiðslavandræði í vörninni. Disasi er ekki í áætlunum hans. (Sun)
Barcelona er opið fyrir því að selja varnartengiliðinn Marc Casadó (20) en Chelsea og Arsenal hafa sýnt honum áhuga. Verðmiðinn er um 30-35 milljónir evra. (CaughtOffside)
Marc Guehi (25), varnarmaður Crystal Palace, vill bíða og sjá hvort honum bjóðist að fara til Real Madrid. Mörg stórlið vilja fá Guehi sem verður samningslaus næsta sumar en Real Madrid er efst í hans huga. (Florian Plettenburg)
Leeds United vill fá inn vængmann í janúar eftir að hafa mistekist að fá Harry Wilson (28) frá Fulham á gluggadegi sumarsins. (Sky Sports)
Raphinha, fyrrum vængmaður Leeds, er undir radarnum hjá Manchester United eftir fína frammistöðu með Barcelona. Brasilíski landsliðsmaðurinn gæti kostað 120 milljónir punda.(Fichajes)
Sean Dyche, fyrrum stjóri Everton og Burnley, hefur ekki áhuga á stjórastöðunni hjá Rangers eftir að Russell Martin var rekinn. (Sky Sports)
Athugasemdir