Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. desember 2019 07:00
Magnús Már Einarsson
Ashley Civil tekur við Einherja (Staðfest)
Mynd: Einherji
Einherji hefur ráðið Ashley Civil sem þjálfara fyrir komandi tímabil. Einherji leikur í 3. deild karla en liðið endaði í 7. sæti á nýliðnu tímabili.

Ash, eins og hann kallar sig, er 28 ára Breti sem hefur þrátt fyrir ungan aldur þjálfað í Kína, Nígeríu, Bandaríkjunum, Tælandi auk heimalandsins. Hann er með UEFA-A þjálfaragráðu.

„Hann er væntanlegur á Vopnafjörð í janúar. Ash lýsir sjálfum sér sem gríðarlega metnaðarfullum þjálfara sem leggur mikið á sig og gerir sömu kröfur til leikmanna," segir í fréttatilkynningu frá Einherja.

„Félagið bindur miklar vonir við Ash og hlakkar til samstarfsins."

Akim Armstrong, frá Trinidad & Tobago, þjálfaði liðið á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner