Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 09. desember 2019 23:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin úr Lundúnarslagnum
Arsenal kom til baka og vann í kvöld sinn fyrsta deildarsigur síðan 6. október. West Ham var mótherji kvöldsins og leikið var á London Stadium.

Angelo Ogbonna kom West Ham yfir á 38. mínútu og leiddu heimamenn í hálfleik. Martinelli jafnaði leikinn á 60. mínútu og sex mínútum seinna skoraði Nicolas Pepe gull af marki.

Á 69. mínútu leiksins skoraði Pierre-Emerick Aubameyang þriðja mark Arsenal og innsiglaði sigur gestanna.

Mörkin úr leiknum má sá hér að neðan. Viðtöl, einkunnir og fleira fróðlegt um leikinn má sjá hér á forsíðu Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner