Birgir Ómar Hlynsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í ÍBV á láni frá Þór. Hann er samningsbundinn Þór út tímabilið 2026.
Birgir Ómar er 23 ára miðvörður sem uppalinn er hjá Þór og hefur leikið með liðinu allan sinn feril til þessa. Hann á að baki 73 leiki í Lengjudeildinni og í þeim hefur hann skorað eitt mark. Hann spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni í sumar þegar Þór endaði í 10. sæti.
Hann var á sínum tíma undir smásjá Breiðabliks.
Birgir Ómar er 23 ára miðvörður sem uppalinn er hjá Þór og hefur leikið með liðinu allan sinn feril til þessa. Hann á að baki 73 leiki í Lengjudeildinni og í þeim hefur hann skorað eitt mark. Hann spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni í sumar þegar Þór endaði í 10. sæti.
Hann var á sínum tíma undir smásjá Breiðabliks.
Þjálfari ÍBV er Þorlákur Árnason en hann var þjálfari Þórs tímabilin 2022 og 2023 og lék Birgir þá undir hans stjórn.
Birgir er sonur Hlyns Birgissonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns og eins leikjahæsta leikmanns í sögu Þórs, og yngri bróðir Lillýjar Rutar sem er leikmaður Vals.
Athugasemdir