mið 10. febrúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Heimaleikur Atletico gegn Chelsea í Búkarest
Mynd: Getty Images
Heimaleikur Atletico Madrid gegn Chelsea í Meistaradeildinni verður spilaður í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.

Vegna Covid-19 faraldursins hafa Spánverjar sett bann á ferðamenn frá Englandi en þetta sama bann gerði að verkum að Evrópudeildarleikur Manchester United gegn Real Sociedad var færur til Tórínó á Ítalíu.

Fyrri leikur Atletico Madrid og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verður spilaður á þjóðarleikvangi Rúmena þann 23. febrúar. Seinni leikurinn verður 17. mars, væntanlega á Stamford Bridge.

Fyrri leikur Liverpool gegn RB Leipzig og fyrri leikur Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach hafa verið færðir til Búdapest.

Fyrri leikur Arsenal gegn Benfica í Evrópudeildinni hefur verið færður til Rómar. Seinni leikurinn verður einnig á hlutlausum velli en ekki hefur verið tilkynnt um staðsetningu.
Athugasemdir
banner
banner