Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Allir aðilar hafna samkomulagi
Mynd: EPA
Liverpool, Sporting og Ruben Amorim hafa öll hafnað því að enska félagið hafi náð samkomulagi um að ráða þjálfarann fyrir næsta tímabil, en þetta kemur fram í Record.

Í gær greindi Sky í Þýskalandi frá því að Liverpool væri búið að ná munnlegu samkomulagi við Amorim og að hann myndi taka við liðinu af Jürgen Klopp.

Enskir miðlar voru fljótir að vísa þeim fréttum til föðurhúsanna en Liverpool staðfesti við alla helstu miðla að ekkert samkomulagi væri í höfn.

Sporting og Amorim hafa þá einnig staðfest við portúgalska miðla að það sé ekkert samkomulag í höfn.

Record greinir frá þessu en áhugi Liverpool er samt sem áður mikill og er talið líklegast að Amorim verði á hliðarlínunni á Anfield á næsta tímabili.

Amorim vill einbeita sér að því að klára tímabilið með stæl hjá Sporting áður en hann tekur ákvörðun varðandi framtíðina.

Sporting er með fjögurra stiga forystu í efsta sæti portúgölsku deildarinnar þegar liðið á sjö leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner