Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta að Brahim sé kominn aftur eftir þriggja ára lán
Brahim Diaz.
Brahim Diaz.
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Real Madrid hefur staðfest að Brahim Diaz sé mættur aftur til félagsins eftir þriggja ára fjarveru.

Leikmaðurinn er búinn að skrifa undir samning við Real Madrid sem gildir til ársins 2027.

Síðustu þrjú árin hefur Brahim, sem verður 24 ára í ágúst, leikið með AC Milan á Ítalíu á láni. Þar hefur hann fengið ansi góða reynslu. Þessi öflugi leikmaður skoraði 18 mörk og gaf 15 stoðsendingar í 124 leikjum með Milan.

Diaz er sóknartengiliður sem getur einnig spilað á köntunum og verður hann partur af öflugum leikmannahópi Madrídinga á næstu leiktíð.

Brahim á að baki einn A-landsleik fyrir Spánverja.
Athugasemdir
banner
banner