Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 10. júlí 2020 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Leó til í FH eða KR næst: Fórum létt með þær síðast
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari Hauka, var kampakátur eftir 7-1 sigur á sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. á Ásvöllum í kvöld.

Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og settu í fluggírinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Haukar 7 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

„Það er gott að komast áfram, það var markmiðið að fara í 8-liða úrslit. Ég er fyrst og fremst glaður með það," sagði Jakob í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gerum klaufaleg mistök og fáum á okkur mark og staðan varð 3-1, en við skorum í næstu sókn. Stelpurnar voru staðráðnar í að halda áfram og ekki láta þetta mark koma í bakið á okkur. Við unnum flottan sigur í deildinni og það var gott að fá mörk í dag."

Haukar verða eitt af tveimur liðum sem leikur ekki í Pepsi Max-deildinni í 8-liða úrslitunum. Nágrannar Hauka í FH eru komnar áfram og það er möguleg viðureign.

„Við fórum létt með þær síðast þannig að eigum við ekki að segja að það væri bara príma?" sagði Jakob um það að mæta mögulega FH og bætti hann við: „Það væri líka gaman að fá KR-ingana."

Melissa Alison Garcia fór meidd af og telur Jakob það ekki líta vel út. Hún var borin af velli. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner