Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Ingi fór í myndatöku í gær - Horfði á úr stúkunni
Ólafur Ingi er líka aðstoðarþjálfari karlaliðs Fylkis.
Ólafur Ingi er líka aðstoðarþjálfari karlaliðs Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var ekki í leikmannahóp Fylkis í gærkvöld og var Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum liðsins, spurður út í hans fjarveru. Viðtalið, sem var tekið eftir 4-1 sigur Fylkis á KA, má sjá í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Hann er tæpur aftan í læri, fór í myndatöku í dag og vonandi kemur hann fljótt aftur á völlinn, við ætluðum að spila honum en lærið gaf sig á æfingu í gær, það er önnur æfing á morgun og við sjáum hvernig hann verður þá," sagði Atli í gær.

Baldvin Már Borgarsson var fréttaritari Fótbolta.net í gær og spurði hann frekar út í fjarverur Ólafs Inga. Baldvin tók eftir því að hann hafi ekki verið á bekknum og spurði hvort hann hefði verið upp í bústað í fríi.

„Nei, hann fékk ekki frí. Hann var uppi í stúku að hvetja strákana. Hann kemur aftur seinna í sumar, hvort sem það verður á mánudaginn í næsta leik eða seinna í sumar. Hann verður hrikalega mikilvægur fyrir okkur í sumar, engin spurning."

Ólafur Ingi er ásamt því að vera leikmaður liðsins líka í þjálfarateymi þess. Baldvin spurði hvers vegna hann hefði ekki verið á bekknum.

„Við ræddum þetta fyrir leik. Það má bara hafa sjö á bekknum og akkúrat núna var hann áttundi maðurinn. Kannski sér hann eitthvað úr stúkunni sem nýtist okkur en við ræddum að það þyrfti að fjölga [leyfilegum starfsmönnum] á bekknum," sagði Atli.
Atli Sveinn: Rosalega erfið fæðing
Athugasemdir
banner
banner