De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 10. júlí 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu frábært sigurmark Watkins - „Vávává!“
Varamaðurinn Ollie Watkins var óvænt hetja Englendinga er þeir komust í úrslit annað Evrópumótið í röð með því að vinna Holland, 2-1, í lok leiksins.

Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, tók Harry Kane og Phil Foden óvænt af velli þegar tíu mínútur voru eftir. Watkins og Cole Palmer komu inn á.

Þetta þótti furðuleg skipting í augnablikinu sem hún var gerð, en gekk svona frábærlega upp.

Palmer fékk boltann, sá Watkins í þverhlaupinu og kom boltanum á Villa-manninn. Hann náði að snúa Stefan De Vrij af sér og þruma boltanum neðst í vinstra hornið úr þröngu færi.

„Vávává! Að skora úr þessum vinkli. Þvílíkt augnablik fyrir Ollie Watkins að fá nokkrar mínútur á þessum stað í mótinu,“ sagði Kjartan Henry í lýsingunni á RÚV:


Athugasemdir
banner
banner
banner