De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 10. ágúst 2024 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Víkingur nýtti færin í Keflavík
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Bergdís Sveinsdóttir ('6)
0-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('26 , misnotað víti)
0-2 Linda Líf Boama ('68)
1-2 Simona Rebekka Meijer ('88)

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

Keflavík tók á móti Víkingi R. í fyrri leik dagsins í Bestu deild kvenna og tóku gestirnir úr Fossvogi forystuna strax á sjöttu mínútu, þegar Bergdís Sveinsdóttir skoraði eftir frábæra skyndisókn.

Keflavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og klúðraði góðum færum. Besta færinu klúðraði Aníta Lind Daníelsdóttir þegar hún steig á vítapunktinn á 26. mínútu og skaut hátt yfir markið.

Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað þar sem hvorugu liði tókst að skapa sér gott færi fyrr en Linda Líf Boama skoraði eftir góðan undirbúnnig frá Bergdísi, sem var þar með komin með mark og stoðsendingu í leiknum.

Keflavík minnkaði muninn á lokamínútunum þegar Simona Rebekka Meijer skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu en það dugði ekki til.

Lokatölur urðu 1-2 fyrir Víking sem er í 4. sæti með 26 stig eftir 16 umferðir. Keflavík er á botninum með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner