Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
banner
   fim 10. október 2024 18:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi. Við vissum að með sigri væri úrslitaleikur við Dani og við náðum ekki að klára það sem er rosalega svekkjandi." Segir Logi Hrafn Róbertsson eftir tap U21 landsliðsins gegn Lítháen

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ísland náði sér aldrei á strik í dag og margt hefði betur mátt fara.

„Það vantaði gæði í fyrirgjafir og slútt. Við gerum mistök og það er alltaf refsað fyrir það í landsliðsbolta."

Litháen var stigalaust fyrir leikinn og Logi var spurður hvort það hefði vantað upp á hugarfar leikmanna.

„Við vorum held ég ekki með vanmat. Við vissum að þetta væri erfiður leikur. Þetta var bara ekki okkar dagur og boltinn vildi bara ekki inn."

EM draumurinn er úti eftir undankeppni sem einkenndist af háum hæðum og lágum lægðum.

„Við spiluðum marga góða leiki. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur, þessi leikur og leikurinn gegn Wales fóru hinsvegar með þetta."

Logi er einn af mörgum leikmönnum liðsins sem er gjaldgengur í næstu undankeppni.

„Það er mjög spennandi. Það er alltaf gaman að spila með landsliðinu og fá annan séns að komast inn á lokamótið."
Athugasemdir
banner