Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 10. október 2024 18:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi. Við vissum að með sigri væri úrslitaleikur við Dani og við náðum ekki að klára það sem er rosalega svekkjandi." Segir Logi Hrafn Róbertsson eftir tap U21 landsliðsins gegn Lítháen

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ísland náði sér aldrei á strik í dag og margt hefði betur mátt fara.

„Það vantaði gæði í fyrirgjafir og slútt. Við gerum mistök og það er alltaf refsað fyrir það í landsliðsbolta."

Litháen var stigalaust fyrir leikinn og Logi var spurður hvort það hefði vantað upp á hugarfar leikmanna.

„Við vorum held ég ekki með vanmat. Við vissum að þetta væri erfiður leikur. Þetta var bara ekki okkar dagur og boltinn vildi bara ekki inn."

EM draumurinn er úti eftir undankeppni sem einkenndist af háum hæðum og lágum lægðum.

„Við spiluðum marga góða leiki. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur, þessi leikur og leikurinn gegn Wales fóru hinsvegar með þetta."

Logi er einn af mörgum leikmönnum liðsins sem er gjaldgengur í næstu undankeppni.

„Það er mjög spennandi. Það er alltaf gaman að spila með landsliðinu og fá annan séns að komast inn á lokamótið."
Athugasemdir
banner