Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. desember 2019 10:24
Elvar Geir Magnússon
HM félagsliða fer af stað á morgun
Ísland lék vináttulandsleik á Khalifa leikvangnum í Katar fyrr á árinu.
Ísland lék vináttulandsleik á Khalifa leikvangnum í Katar fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimsmeistarakeppni félagsliða fer af stað á morgun en meistarar hverrar heimsálfu taka þátt ásamt gestgjöfunum í Katar. Evrópumeistarar Liverpool koma inn í undanúrslitum en undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn verða á RÚV.

Keppnin er haldin í Katar sem er að búa sig undir að halda HM í fótbolta 2022.

Al Sadd frá Katar mun mæta Hienghene Sport frá Nýju-Kaledóníu í opnunarleiknum á morgun en sigurliðið þar leikur svo gegn CF Monterrey frá Mexíkó um að mæta Liverpool í undanúrslitum.

Hienghene er fyrsta liðið sem er fulltrúi Eyjaálfu í keppninni en kemur ekki frá Ástralíu eða Nýja-Sjálandi. Nýja-Kaledónía er eyjaklasi sem er undir yfirráðum Frakklands en hefur verið fullgildur meðlimur innan FIFA síðan 2004.

Liverpool hefur aldrei orðið heimsmeistari félagsliða en liðið leikur til undanúrslita í keppninni á fimmtudaginn í næstu viku. Liverpool leikur svo aftur á sunnudeginum þar á eftir, annað hvort í úrslitaleiknum eða leiknum um þriðja sætið.

Leikir mótsins verða klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

Báðir leikir Liverpool verða á Khalifa leikvangnum í Doha en þar lék Ísland vináttulandsleik gegn Svíþjóð í janúarmánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner