Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 10. desember 2019 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Magnus genginn í raðir Vals (Staðfest)
Magnús eftir úrslitaleik Bose mótsins á dögunum.
Magnús eftir úrslitaleik Bose mótsins á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að staðfesta félagaskipti Magnus Egilsson úr HB yfir í Val. Frá þessu er greint á Facebook síðu Vals.

Magnus er 25 ára vinstri bakvörður sem sinnti lykilhlutverki hjá HB undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Heimir tók við Val í haust og kemur Magnus með honum.

Magnus hefur verið að æfa með Val að undanförnu og spilaði úrslitaleik Bose-mótsins gegn KR á dögunum. Valur hafði betur þar og sigraði Íslandsmeistarana 3-2.

Undir stjórn Heimis urðu Magnus og félagar í HB fyrst deildarmeistarar og svo bikarmeistarar í Færeyjum.

Magnus á einn A-landsleik að baki fyrir Færeyjar og tekur stöðu Bjarna Ólafs Eiríkssonar í leikmannahópi Vals.
Athugasemdir
banner