Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. desember 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að fá Haaland úr meiðslum fyrir næstu helgi
Mynd: Man City
Erling Braut Haaland missti af 1-2 sigri Manchester City gegn Luton Town í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa bæst við meiðslalistann, sem inniheldur einnig Jeremy Doku og Kevin De Bruyne.

Pep Guardiola, stjóri Man City, segir að Haaland sé ekki fótbrotinn og vonast til að fá norsku markavélina aftur í tæka tíð fyrir leik gegn Crystal Palace um næstu helgi, eða í versta falli fyrir undanúrslitaleik HM félagsliða 19. desember. Þar mun enska stórveldið annað hvort mæta Club León frá Mexíkó eða Urawa Red Diamonds frá Japan.

Haaland virðist því missa af næsta leik City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, gegn Rauðu stjörnunni, en hann mun reyna að vera kominn aftur í tæka tíð fyrir heimaleikinn gegn Palace.

„Við verðum að sjá hvernig þessi meiðsli þróast frá degi til dags. Sumir dagar eru verri en aðrir. Þetta er ekki beinbrot og ég vona til að hann nái bata fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Ef ekki þá vonast ég til að fá hann fyrir ferðina til Sádí-Arabíu," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

Haaland er kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í 15 úrvalsdeildarleikjum það sem af er tímabils, auk þess að vera búinn að skora 5 sinnum og leggja eitt upp í 5 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 West Ham 26 11 6 9 40 46 -6 39
9 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
10 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 25
16 Brentford 26 7 4 15 37 48 -11 25
17 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner