Breski miðillinn Sky Sports valdi hollenska miðjumanninn Ryan Gravenberch besta mann leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Girona í Meistaradeildinni í kvöld.
Gravenberch hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og er orðinn nokkuð vanur því að vera valinn maður leiksins.
Sky gefur honum 8 fyrir frammistöðuna í kvöld, en hann fékk þó ekki verðlaunin frá UEFA, sem tók Andy Robertson fram yfir hann, en Robertson fær 7 frá Sky.
Luis Díaz, Mohamed Salah og Virgil van Dijk fá einnig sjöu, en slakasti maður Liverpool var úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Nunez sem fær fimmu.
Argentínski markvörðurinn Paulo Gazzaniga var bestur í liði Girona með 8 í einkunn.
Girona: Gazzaniga (8), Frances (5), Juanpe (6), Krejci (6), Blind (6), van de Beek (5), Romeu (7), Gutierrez (6), Asprilla (7), Gil Salvatierra (6), Danjuma (6).
Varamenn: Stuani (6), Solis (n/a), Martin (n/a), Portu (6).
Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Gomez (6), van Dijk (7), Robertson (7), Gravenberch (8), Jones (6), Salah (7), Szoboszlai (6), Diaz (7), Nunez (5).
Varamenn:Gakpo (6), Elliott (6).
Andy Robertson gets the MOTM today.
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 10, 2024
Get in, Robbo ???? pic.twitter.com/EvV9l9tzHq
Athugasemdir