Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mán 11. janúar 2021 17:15
Magnús Már Einarsson
Tottenham vill fá kantmann frá Stuttgart
Tottenham er að reyna að fá kantmanninn Nicolas Gonzalez frá Stuttgart í Þýskalandi.

Að sögn The Athletic er Juventus einnig að reyna að fá leikmanninn auk þess sem Leeds hefur áður sýnt honum áhuga.

Hinn 22 ára gamli Gonzalez kemur frá Argentínu en hann er á sínu þriðja tímabili með Stuttgart.

Gonzalez hjálpaði Stuttgart upp um deild á síðasta tímabili en hann hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum í Bundesligunni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner