Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 11. janúar 2022 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var ekkert yfir sig ánægður með 4-3 endurkomusigur gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Fylkir komst í 0-3 en Víkingur náði að koma til baka með því að skora síðustu fjögur mörk leiksins.

„Við erum búnir að fá á okkur ellefu mörk í þrem leikjum, miðað við lið sem fékk á sig þrjú mörk í síðustu tíu leikjunum síðasta sumar þá er það alls ekki nægilega gott," sagði Arnar eftir leik.

„Mér líður eins og við séum aðeins eftir á þessum liðum, byrjuðum seint að æfa, búnir að lenda í covid veseni og menn í mismunandi takti. Júlli byrjaði að æfa í gær, Pablo og Niko ekki búnir að spila leik síðan í október. Við verðum að sætta okkur við það að við erum á þessum tímapunkti en sýndum þó karakter á móti spræku liði Fylkis."

„Auðvitað er mikilvægt að koma til baka, við erum lentir 0-3 undir eftir eitthvað korter. Um leið og boltinn fór inn í teiginn hjá okkur þá varð mark. Þrátt fyrir það var fyrri hálfleikur ekki alslæmur, það voru margar mjög góðar sóknir. Einhvern veginn voru það þessi extra 5% sem vantaði í öllu, vantaði í sendingar, vantaði í færslum og nefndu það bara. Það er allt í lagi að vera á þeim stað á þessum tímapunkti ef þú gerir þér grein fyrir því hvað er að og hvað er hægt að laga. Úrslitin voru góð en við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta á laugardaginn þegar Valur kemur í heimsókn."


Fylkir leiddi 0-3 eftir fyrsta korterið, ertu sérstaklega óánægður með það eða hélt það sem þú ert óánægður með áfram eftir það?

„Varnarfærslurnar voru fínar í þessum mörkum, það komu fyrirgjafir sem hægt var að koma í veg fyrir. Það er fyrst hægt að leitast eftir því á þessum tíma að færslurnar séu mjög góðar og þær voru mjög góðar. Svo eru það einstaklingsmistökin, annað hvort þarftu að vinna þinn mann inn á teignum eða koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var ekki bara í þessum leik heldur líka á móti Skaganum og Breiðabliki. Það eru mistök sem eru óvön okkur en svo ef þú pælir í því þá erum við búnir að missa tvo hafsenta og erum að slípa okkur til, nýjar færslur fyrir suma. Þannig þetta er svo sem ekkert óeðlilegt á þessum tíma árs," sagði Arnar.

Viðtalið er talsvert lengra en í því er hann spurður út í landsliðsvalið, Kyle McLagan, Júlíus Magnússon, Atla Barkarson, Nikolaj Hansen og tvo stóra bita sem gætu verið á heimleið.
Athugasemdir
banner
banner