Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 11. janúar 2025 16:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir Jóhann byrjaði í fyrsta sinn er Lecce sótti fimmta deildarsigurinn
Íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason byrjaði í fyrsta sinn með Lecce á tímabilinu er liðið vann Empoli, 3-1, á útivelli í Seríu A í dag.

Hafnfirðingurinn kom ekki mikið við sögu í byrjun tímabilsins og hafði aðeins spilað nokkrar mínútur í bikarnum áður en hann fékk loks tækifærið í Seríu A í nóvember.

Þá spilaði hann gegn Íslendingaliði Venezia en hann hefur verið að fá fleiri mínútur síðasta mánuðinn og kom fyrsti byrjunarliðsleikurinn í dag.

Hann lék á miðjunni og hjálpaði liði sínu að vinna fimmta leikinn á tímabilinu. Tete Morente og Nikola Krstovic skoruðu tvö á fimm mínútum í byrjun leiks en Liberato Cacace kom Empoli inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks.

Þórir fór af velli nokkrum mínútum eftir markið. Kristovic gerði annað mark sitt og síðasta mark leiksins þegar lítið var eftir og eru liðin nú jöfn að stigum með 20 stig í 13. og 14. sæti deildarinnar.

Udinese og Atalanta gerðu markalaust jafntefli í Udine. Atalanta mistókst að endurheimta toppsætið af Napoli og er nú með 42 stig í öðru sæti, tveimur stigum frá toppnum.

Empoli 1 - 3 Lecce
0-1 Tete Morente ('6 )
0-2 Nikola Krstovic ('11 )
1-2 Liberato Cacace ('47 )
1-3 Nikola Krstovic ('90 )

Udinese 0 - 0 Atalanta
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner