Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. febrúar 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikil meiðsli hjá Atletico - Sjö tæpir fyrir leikinn gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Spænski miðillinn AS greinir frá því að Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, sé í kapphlaupi við tímann en Atletico mætir Liverpool í næstu viku í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mikil meiðsli eru hjá Atletico og spiluðu Angel Correa og Vitolo sem fremstu menn í 1-0 sigri á Granada um helgina.

Liverpool kemur í heimsókn til Spánar í næstu viku og er Diego Costa ólíklegur í að ná fyrri leiknum en hann vonast þó sjálfur eftir því. Spænski framherjinn hefur verið frá síðan í nóvember.

Joao Felix verður ekki með gegn Valencia um helgina en stefnt er á að hann verði í hópnum gegn Liverpool. Alvaro Morata á að vera klár gegn Valencia en spurning er hvort Simeone þori að nota hann það snemma.

Kieran Trippier missir af fyrri leiknum og er ólíklegur í það að ná seinni leknum. Jose Gimenez hefur misst af síðustu fjórum leikjum en á að snúa til baka um helgina.

Santiago Arias er þá að snúa til baka og verður til taks ef Sime Vrsaljko verður hvíldur um helgina. Þá er Hector Herrera sem kom frá Porto í sumar að snúa til baka og verður klár fyrir leikinn gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner