Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 11. apríl 2019 11:40
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór sér um enska boltann: Reynum að fara eins oft út og mögulegt er
Ráðinn ritstjóri enska boltans á Símanum
Tómas er nýr ritstjóri enska boltans á Símanum. Bjarni Þór Viðarsson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru í teyminu.
Tómas er nýr ritstjóri enska boltans á Símanum. Bjarni Þór Viðarsson, Logi Bergmann Eiðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru í teyminu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður er að færa sig um set en hann mun hætta störfum hjá Sýn og verður ritstjóri enska boltans hjá Símanum á næsta tímabili.

Enski boltinn fer yfir á Símann frá og með næsta mánuði en sérstakur kynningarfundur var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag.

Tómas Þór er spenntur fyrir nýju starfi.

„Þetta er gríðarleg ábyrgð en fyrst og fremst ógeðslega skemmtilegt hvað eru miklir möguleikar í þessu. Það verður öðruvísi nálgun og í meiri takti við það sem er að gerast úti," segir Tómas Þór en mánaðaráskriftin mun verða 4.500 krónur.

„Fyrir þetta verð þori ég að fullyrða að það verður enginn svikinn. Þetta er risapakki sem Síminn hefur tekið á sig."

Teymi Símans verður með annan fótinn á Englandi og mun vinna þar efni, senda út beint frá hliðarlínunni og lýsa leikjum beint frá leikjum.

„Það sem ég er spenntastur fyrir er viðveran á vellinum. Við ætlum að reyna að fara eins oft út og mögulegt er. Það verður rosalega skemmtilegt að fá að standa á Old Trafford og Anfield," segir Tómas.

Sjáðu viðtalið við Tómas Þór í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner